Þú ert í sambandi og allt gengur eins og í sögu. En sama hvort þið eigið ykkur 10 ára ástarsögu eða tveggja mánaða ævintýri þá getum við öll verið örlítið geðbiluð þegar kemur að hinum helmingnum okkar …
Það sem við verðum að átta okkur á er að stundum þurfum við taka skref aftur og sjá að það er ekki mjög heillandi að vera klikkaði kærastinn eða kærastan sem vill fá að vita allt alltaf og er sífellt stressuð/aður um að eitthvað komi fyrir.
Hér eru nokkur dæmi um að þú sem kærasta sért að fara aðeins yfir strikið…
#1 – Þú sendir honum endalaust af SMSum
Kærastinn þinn var að yfirgefa húsið og þú sendir honum skilaboð um leið til þess að vera smá krúttleg og segja honum að þú saknir hans. Stundum gerir þú þetta þér til gamans en stundum (á djamminu) viltu fá að vita allt sem hann er að gera, og það er ekkert grín.
#2 – Þú gáir í skilaboðunum hvað það er langt síðan þú sendir honum skilaboðin ef hann er ekki búinn að svara …
Hann var að spjalla við þig og núna allt í einu er hann ekki búinn að svara í tíu mínútur??? Hann hlýtur að vera að halda framhjá! Hvað annað gæti það verið?
#3 – Þú ‚stalkar‘ hann á fésbókinni
Þú skoðar vegginn hans oftar en þú skoðar vegginn hjá sjálfri þér og ef hann setur upp status þá viltu vita hvaða píur eru að læka hann – og hvernig voga þær sé að læka mynd af kærastanum þínum?
#4 – Þú getur ekki gert að því en þú HATAR allar stelpur sem hann hefur áður verið með
#5 – Þú fylgist alltaf með ‚best friends‘ á Snapchat hjá honum
Þú ert alltaf í fyrsta sæti hjá honum í ‚best friends‘ en bíddubíddu … Hver er þessi Sigrún í 2.sæti?? #Alltbrjálað
#6 – Þú ert dugleg að setja saman samsæriskenningar
Þú ert náttúrulega búin að horfa svolítið mikið á Criminal Minds á RÚV og þú ferð reglulega í bíó svo þú ert orðin nokkuð fær í að leysa dularfullar gátur.
Þú heldur alltaf að kærastinn sé að gera eitthvað á bak við þig af því að þú heyrðir frá vinkonu vinkonu þinnar að hann hafi verið að tala við einhverja ljóshærða stelpu á Austur um helgina… og hún er pottþétt drusla.
#7 – Þú veist ALLTAF hvar hann er
Þú vilt vita hvar hann er og þú biður hann um að hringja þegar hann fer út í bíl.. Þú fylgist líka grannt með Snapchatinu hans til þess að sjá hvort hann sé ekki alveg örugglega þar sem hann segist vera.
Ráð frá Menn.is: Hringdu í hann á Face Time til þess að sjá 100% hvar hann er…
#8 – Þú veist lykilorðið hans á ÖLLU
Þú veist lykilorðið á símanum hans, fésbókinni, Instagram, Twitter og meira að segja á tölvupóstfanginu.
Ef eitthvað kemur upp gáir þú strax í skilaboðin hans á Facebookið hans til að sjá hvað hann er að gera!