Forsíða Afþreying Ert þú sóði? – Til hamingju! Það er búið að hanna hvítan...

Ert þú sóði? – Til hamingju! Það er búið að hanna hvítan bol sem getur ekki orðið skítugur!

Við þekkjum öll týpuna sem getur ekki borðað án þess að missa nokkrar slettur niður á bolinn sinn.

Og við könnumst sömuleiðis við þá ónotatilfiningu að ganga um með stóra klessu á okkur miðjum áður en við komumst heim að skipta um flík.

En ef þú ert þessi umræddi sóði, týpan sem sullar á sig sama hvað, þá viljum við óska þér til hamingju! Nú er búið að hanna stuttermabol sem er fullkominn fyrir þig!

Snillingarnir kalla sig ‘Threadsmiths Clothing‘ og hanna föt með nanótækni sem gerir flíkurnar vökvafráhrindandi og verja þig fyrir vökva og skít. Með öðrum orðum, þú getur ennþá sullað á þig – En sullið á ekki roð í nýja bolinn!

Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan og segðu stórt BLESS við bletti í bolnum þínum!