Forsíða Lífið Erla er ekki sátt við #sjálfsvígsforvarnir póstana á Facebook – „Þunglyndi er...

Erla er ekki sátt við #sjálfsvígsforvarnir póstana á Facebook – „Þunglyndi er raunverulegur sjúkdómur“

Hún Erla Hlynsdóttir setti þessa opnu færslu á Facebook þar sem hún segir að #sjálfsvígsforvarnir póstarnir sem flakka nú um Facebook séu vel meinandi, en villandi í þessari mikilvægu umræðu.

Erla segir að fólk má alls ekki halda að einhver hafi framið sjálfsmorð út af því að vinur eða ættingi var ekki nógu duglegur að hlusta, heldur þurfi fólk sem þjáist af þunglyndi á raunverulegri heilbrigðisaðstoð að halda.

Ég sé hér á Facebook að fólk er að deila skilaboðum að það sé alltaf einhver vinur eða fjölskyldumeðlimur tilbuinn til að hlusta, og bæta við hasstagginu #sjálfsvígsforvarnir. Ég veit að þetta er gert af góðum hug en að mínu mati er engin sérstök sjálfsvígsforvörn í því að haga sér bara eins og almennileg manneskja og vera til staðar fyrir þitt fólk. Þegar þínir nánustu eru í sjálfsvígshugleiðingum þurfa þeir hins vegar á læknisaðstoð að halda og enginn skal halda að honum hafi mistekist að koma í veg fyrir sjálfsvíg því hann var ekki nógu duglegur að hlusta. Geðsjúkdómar eru grafalvarlegur vandi sem fjársvelt heilbrigðiskerfi er ekki að sinna sem skyldi. Setjum pressuna á stjórnvöld, ekki á vini og ættingja. Við ætlumst ekki til þess að vinir okkar hlúi að beinbrotum og nýrnabilunum. Þunglyndi er raunverulegur sjúkdómur – og lífshætturlegur – og á að vera meðhöndlaður sem slíkur. Til þess þurfum við hins vegar alvöru heilbrigðiskerfi og það er einfaldlega ekki til staðar.