Forsíða Hugur og Heilsa Er þetta mögulega draumaskrifborðið? – Hugmyndin sem allir hafa beðið eftir! –...

Er þetta mögulega draumaskrifborðið? – Hugmyndin sem allir hafa beðið eftir! – MYNDIR

Hver man ekki eftir hugmynd George Costanza í Seinfeld sem breytti skrifborðinu sínu í rúm – og svaf frá sér vinnudaginn?

Jú þessi ótrúlega hugmynd er nú komin í framkvæmd. Hér er um að ræða „Leggja-sig-skrifborðið.“

Það lítur ósköp venjulega út…

En breytist svo í þetta fullkoma leggja sig skrifborð – með skjá til að horfa á – og allt!

Það er gríska hönnunarfyrirtækið Studio NL sem á heiðurinn af þessari snilld – og maður er bara strax farinn að geispa af tilhlökkun við að leggja sig í vinnunni!