Forsíða Hugur og Heilsa Er snjallsíminn búinn að breyta fingrunum þínum? – Þetta getur gerst ef...

Er snjallsíminn búinn að breyta fingrunum þínum? – Þetta getur gerst ef þú ert mikið í símanum … – MYND

Verður „snjallsímafingurinn“ nýyrði ársins árið 2015?

NTT DoCoMo, stærsta fjarskiptafyrirtæki Japans deildi þessari mynd á Facebook hjá sér í síðustu viku og hefur hún heldur betur valdið fjaðrafoki:

Virðist photoshoppað er það ekki?

En átt þú snjallsíma? Kíktu á litlafingur þess handar sem þú heldur venjulega á símanum þínum …

Klikkað ekki satt!?

Fyrir okkur flest eru elsku snjallsímarnir okkar órjúfanlegur hluti af deginum. Það er kannski kominn tími til að við minnum okkur sjálf á að allt er jú gott í hófi.

Hvort sem þetta er raunverulegt fyrirbæri eða ekki þá ættir þú að halda áfram að fylgjast með litla fingrinum þínum – Eða leggja orðin „snjallsímafingur“ eða „SMSkló“ á minnið …