Forsíða Lífið Er líf eftir dauðann? Sannar sögur fólks sem hefur dáið og verið...

Er líf eftir dauðann? Sannar sögur fólks sem hefur dáið og verið lífgað við!

Er líf eftir dauðann? Þeirri spurningu verður ekki svarað hér, þó að það væri alveg hreint ótrúlega frábært að geta það og allir bara „hey, þau á menn.is eru búin að fatta að það sem gerist þegar maður deyr er…“. Notandi á Reddit spurði þessarar sömu spurningar og fékk svör frá nokkrum einstaklingum sem allir hafa dáið í einhverjar mínútur og verið lífgaðir við.

Notandinn „funkshovel“ skrifar:
„Ég hrundi niður á fundi í vinnunni 2014 og fór í hjartastopp í 5 mínútur. Síðasta minning mín er frá því klukkutíma áður en ég datt út og sú næsta tveimur dögum eftir að ég vaknaði úr dái. Ég hafði víst komist til meðvitundar hálfum degi áður en heilinn í mér fór að búa til nýjar minningar og spurði fjölskyldu mína ítrekað sömu spurninganna. Ég held að minnisleysið sé heilinn í þér að segja :“þú þarft ekkert að vita hvað gerðist á þessum tíma.“

Notandinn RMG 0127 skrifar:
„Ég missti meðvitund i tíma. Öll öndun og hjartsláttur stöðvaðist. Mér leið eins og ég væri að hrapa niður endalausa holu og heyrði samnemendur mína öskra á hjálp. Hjartanu var komið í gang en ég man ekkert hvað gerðist í millitíðinni.“

Notandinn Beautyfulflaws skrifar: 
„Ég tók of mikið af svefnlyfjum á mínu fyrsta ári í háskóla. Ég var látin í þrjár mínútur (eða svo var mér sagt). Ég man ekki mikið en sjúkraflutningamennirnir sem komu og sóttu mig spurðu mig allskyns spurninga til að reyna að halda mér vakandi en ég missti meðvitund. Ég á minningar úr sjúkrabílnum en samt ekki frá sjónarhorni líkama míns. Þetta var það skrýtnasta sem ég hef upplifað. Það gæti hafa verið draumur, en ég sá meðvitundalausann líkama minn. Ég man eftir sjúkraliðanum sem var með mér í bílnum (ég sá hann ekki áður en ég missti meðvitund) hann var með mintugrænt hár og ég spurði um hann þegar ég komst til meðvitund þremur dögum síðar.“

Notandinn Horsecaulking skrifar:
„Ég var í hjartaþræðingu, glaðvakandi að horfa á skjáinn og spjalla við lækninn. Viðvörunarbjöllur fóru í gang og allir urður áhyggjufullir. Það varð allt mjúkt og þokukennt og á endanum svart. Það næsta sem ég man var að opa augun og læknirinn sagði „við náðum honum til baka“. Þetta var friðsæl tilfinning.“