Hann hefur verið orðaður við Kardashian systurina Kendall Jenner, fyrirsætuna Hailey Baldwin og fitnesspíuna Yovanna Ventura síðan hann og Selena Gomez slitu sambandi sínu árið 2014.
En núna virðist sem sjarmurinn Justin Bieber sé kominn með glænýja stúlku undir arminn, fyrirsætuna Ashley Moore.
Unga „parið“ var ljósmyndað í bak og fyrir þegar þau fengu sér hádegismat og fóru á körfuboltaleik saman um helgina.
Og Bieber er ánægður með lífið!