Forsíða Hugur og Heilsa „Er hún mamma þín eða KÆRASTA“? – Hún er sögð vera myndarlegasta...

„Er hún mamma þín eða KÆRASTA“? – Hún er sögð vera myndarlegasta kona í Kína!

Liu Yelin er 49 ára móðir frá kína sem hefur vakið mikla athygli á undanförnum dögum fyrir það hvað hún er glæsileg. Hún er einkaþjálfari og segist aldrei hafa farið í lýtaaðgerð svo að hún er greinilega með eitthvað trikk til þess að halda sér unglegri.

Sonur hennar er 22 ára gamall og hann fær mjög reglulega þá spurningu hvort þetta sé kærastan hans. Veit ekki alveg hvort það sé gaman fyrir hann en það er alla vegana snilld fyrir hana.

Liu Yelin segir að galdurinn hjá henni sé regluleg hreyfing og að hún fari í ræktina tvisvar á dag. Hún deilir ráðum með fylgjendum sínum á Instagram ásamt því að sýna þeim æfingarnar sínar í ræktinni.

Hún komst nýlega í blöðin í Kína þar sem hún var sögð vera „myndarlegasta“ kona í Kína. Alls ekki leiðinlegur titill fyrir þessa duglegu konu.