Forsíða Lífið Engin venjuleg amma: 63 ára gömul og hefur sofið hjá yfir 3.000...

Engin venjuleg amma: 63 ára gömul og hefur sofið hjá yfir 3.000 karlmönnum

Á meðan flestar ömmur prjóna og baka skúffukökur, þá á Marie Calvert annað áhugamál sem hún skammast sín ekkert fyrir.

Hún stundar kynlíf.

Í nýrri grein frá fréttamiðlinum ‘The Guardian’ sagði hin 63 ára gamla Marie Calvert frá því að hún hafi líklega sofið hjá yfir 3000 karlmönnum í gegnum tíðina – Þrátt fyrir að vera hamingjusamlega gift.

Marie byrjaði með eiginmanni sínum þegar hún var aðeins 15 ára gömul og þau giftu sig þegar hún var 19.

Hún minnist þess að þegar hún var 28 ára hafi Barry, eiginmaður hennar komið með svokölluð „swinger-blöð“ til að krydda kynlífið.

Hún útskýrir kynlíf frá hennar sjónarhorni með þessum orðum,

Barry er lífið mitt. En hvorugt okkar setur kynlíf á einhvern sérstakan stall. Við sjáum það eins og það er: aðskilið frá ástinni.

Það er ekki eðlilegt að stunda aðeins kynlíf með einum einstakling í 60 ár. Lífið snýst um að prófa sig áfram, og það er það sem við höfum gert.

Og ævintýrið byrjaði þegar hjónin fóru í fyrst skipti saman á ‘swingers’ klúbb og Marie svaf hjá 14 mönnum sömu nóttina.

Hún sagði að hún hafi fengið nýjan kraft inn í sambandið með Barry og lífið hennar varð spennandi á ný,

„Við urðum að fastagestum og eyddum heilu helgunum í að hitta ný pör eða fara í partý og skiptast á mökum.

Áður en ég vissi af var allt orðið spennandi“.

Eftir marga áratugi af því að prófa nýja hluti opnuðu Marie og Barry sinn eigin klúbb árið 1997: La Chambre.

Barry hefur í dag skrifað 3 bækur um reynslu þeirra hjóna en Marie segir að nú þegar þau eigi 2 barnabörn sem eru að vaxa úr grasi sé kominn tími til að hægja á sér.

B9uU31sIMAAGV_T-1