Forsíða Lífið Engilbert er HÆTTUR með Costco síðuna – „Erfið ákvörðun en niðurstaðan varð...

Engilbert er HÆTTUR með Costco síðuna – „Erfið ákvörðun en niðurstaðan varð þessi“

Hann Engilbert Arnar hefur tekið erfiða ákvörðun þegar kemur að Facebook síðunni ‘COSTCO – Gleði’ – síðuna sem flestir Íslendingar tengja hann við. 

Það virðist vera sem Engilbert taki þessa ákvörðun því hann sé ekki alveg fyllilega sáttur við Costco, þá sérstaklega þegar kemur að vinsælum amerískum vörum. 

Þetta var erfið ákvörðun en niðurstaðan varð þessi ⚡️ Þær verða því miður ekki fleiri myndirnar frá mér úr COSTCO ⚡️
en þakklætið mitt fer til ykkar og takk fyrir að gleðja aðra ❤️😁
Þakka ykkur fyrir alla skemmtilegu póstana, allan hláturinn, skemmtilegu athugasemdirnar (‘commentin’), hjálpa öðrum 🥳
og í raun fyrir að gera þetta að svona skemmtilegri grúppu 🤩

COSTCO-Gleði mun lifa áfram þökk sé ykkur það er ég alveg sannfærður um 🍀🤪😁 og þó það komi ekki fleiri myndir frá mér þá verð ég enn stjórnandi (‘admin’) og fylgist með síðunni. Það sem ég verð að taka fram er að ég fékk aldrei borgað frá COSTCO, hvorki vörur, gjafabréf, gjöf, afslætti eða annað. Ég einfaldlega gerði þetta því mig langaði að hjálpa öðru fólki 😁

Ég hef notað mikinn tíma í að gera COSTCO-Gleði að því sem það er og það besta er ég sé ekki eftir þessum tíma því það er búið að vera ótrúlega gefandi og skemmtilegt að hjálpa öðrum.

✅ Þegar kemur að COSTCO þá mun ég sjálfsögðu halda áfram að versla þar ✅ En ég skil ekki afhverju COSTCO sé ekki að koma með VINSÆLAR Amerískar Vörur til landsins. Það er eins og þeir hlusti ekki á stjórnendurnar hérna heima…

🔥 COSTCO hefur verið að senda lista út með vörum sem að fólk hefur verið að biðja um og lítið sem ekkert kemur og þetta gerist líka allt svo hægt 🐢 🔥 🦷 og nammideildin hjá þeim er því miður frekar sorgleg 👅 Hvar eru svo öll flottu leikföngin?? 😁 ❌ Steve Pappas Framkvæmdastjóri COSTCO í Bretlandi sagði eitt sinn í viðtali að loksins gætu Íslendingar fengið sér LEGO á viðráðanlegu verði. Hvar er allt þetta LEGO? ❌🤪

🐧 En annars COSTCO gerir margt gott líka. Klósettpappírinn 🤣 sem slegið hefur rækilega í gegn! – Apótekið sem er mjög vinsælt 👍 Þeirra vinsæla bakarí – kökurnar þeirra og í hverri viku koma þeir með nýjar vörur 👍😛 Eru með fjölbreytt úrval og alltaf eitthvað nýtt að birtast eins og núna síðast lúxusvara. Kavíar lítil dolla á einhvern 7999 krónur! (lúxus á ferðinni þar) og auðvitað var fólk að kaupa það (verður að prófa smakka) .. og RISARÚM sem var á einhvern 99 þúsund kall! og svo má ekki gleyma öllum kynningunum þeirra! 🤪 ómissandi! 😋🤣
🍳 og þegar það kemur að skila vöru ekki vandamál! ALDREI verið neitt vesen! 🍳 en þeir eru líka með matvöru og sérvöru á viðráðanlegu verði og eiga það til að bomba verðum niður! – en auðvitað geta þeir gert betur og ég trúi því að þeir geri það!

💚 En COSTCO má endilega fara hlusta betur á viðskiptavini sína og fara koma með VINSÆLAR AMERÍSKAR VÖRUR til landsins og vinna í því að gera COSTCO enn skemmtilegri 👍

En að öðru til að loka þessu. Þykir vænt um COSTCO. Þykir líka vænt um helling að fólki í þessari grúppu sem hefur gert hana með mér svona skemmtilega. Hef á einhvern ótrúlegan hátt tengst sumum ykkar tilfinningalega. Hlegið með ykkur 🤣 Það þykir mér vænst um. Ég get líka alveg sagt ykkur því ekki ætla ég að fela það að ég fann fyrir kvíða þegar niðurstaðan lá fyrir og líka stundum að ég var ekki nógu duglegur að setja inn myndir því mig langaði að gleðja ykkur og ekki bregðast ykkur. Ég tók þessa hugsun síðan og skoðaði hana betur og þá kom í ljós að hún var röng – Þar að segja síðan ég stofnaði síðuna þá hef ég vissulega komið mörgum að hlæja, hjálpað mörgum og lagt hjarta mitt í að gera hana sem hlýlega og skemmtilega. En að (Kvíðahugsunin) hafi heimsótt mig og komið til mín þótti mér vænt um því þá fann ég þakklætis tilfinningu eftir á því að þetta hefur tekist vel. Þegar ég horfi til baka er ég ánægður og engar áhyggjur – finn ekki fyrir neinum kvíða og líður vel 😁❤️

Það eina sem mig langar að biðja ykkur um er að halda áfram að gleðja hvort annað, vera jákvæð og bera virðingu fyrir hvort öðru og mundu svo að vera þú sjálfur eða vertu bara Batman!

💥 COSTCO það sem vantar eru AMERÍSKAR VÖRUR! – LEIKFÖNG – Fjölbreyttara úrval þegar kemur að namminu! 💥 Sjálfsögðu ef þið hafið aðrar hugmyndir til að gera COSTCO enn betra þá er um að gera að koma þeim á framfæri hér 😉

🥓 Þakklætið mitt fer til ykkar hjartans þakkir fyrir allt saman – 🥚

Miðja