Forsíða Lífið Emmy kynntist sálufélaganum í sumarfríinu og tók hann með sér heim –...

Emmy kynntist sálufélaganum í sumarfríinu og tók hann með sér heim – MYNDIR

Það er ekki óalgengt að fólk upplifi „sumar ást“ í fríinu og þá eru tár og angist þegar kemur að því að þurfa að fara heim og segja bless.

Hin þýska Emmy Karnót var stödd í fríi í Taílandi þegar hún rakst á heimilislausan hvolp á ströndinni en þar er mikið af heimilislausum hundum sem lifa í borgum og bæjum.

Lögreglumaður sem var á svæðinu rétti henni hvolpinn og sagði hlæjandi „Til hamingju með afmælið“.

Emmy eyddi svo deginum með hvolpinum og gat ekki hugsað sér að skilja hann eftir svo hún fór í gegnum flókið kerfi en tókst á endanum að fá hvolpinn sem hún skýrði „Buddy“ með sér heim.

Besta tegundin af rómantík.