Forsíða Lífið Emmsjé Gauti lætur Neytendastofu heyra það – „Þið megið endilega pestara eitthvað...

Emmsjé Gauti lætur Neytendastofu heyra það – „Þið megið endilega pestara eitthvað annað lið“

Íslenski rapparinn Emmsjé Gauti lét Neytendastofu heyra það í opinni yfirlýsingu á Facebook, sem þið sjáið hér fyrir neðan.

Neytendastofa virðist hafa ætlað að nappa hann fyrir ólöglegar auglýsingar á samfélagsmiðlum, en Gauti segist vera með allt sitt á hreinu.

Kæra Neytendastofa.

Í FYRSTA LAGI höfum eitt á hreinu, það er enginn á mínum vegum né miðlum að reyna að neita fyrir það að ég sé á samning hjá Heklu. Ég keyri um á AUDI Q5 með höfuðið hátt. Enda nettasta og þægilegasta bifreið sem ég hef átt. Mæli eindregið með því að allir landsmenn stefni að því markmiði að eignast einn svona bíl til þess að fullkomna lífið sitt. #þettaerauglýsing #égerásamninghjáheklu #audi_island_samstarf

Höfum nokkra hluti á hreinu.

Eftir fyrsta bréf frá ykkur áttum við Guðmunda hjá neytendastofu gott spjall um auglýsingar á samfélagsmiðlum. Við töluðum saman í nákvæmlega 21 mínútu um allskonar hliðar á auglýsingum. Eftir langt og gott spjall komst ég að því að „lögin“ kringum þessi mál eru mjög götótt og er það vel skiljanlegt þar sem þetta er nýtt fyrirbæri fyrir alla, bæði áhrifavalda, neytendur og neytendastofu. Ég fór inn á allskonar þætti sem tengjast auglýsingum í samtali við Guðmundu og fannst mjög áhugavert að heyra hennar take á málinu. Í því sama samtali kom líka fram að ég væri meira en til í að vera með neytendastofu í liði en væri þó til í að sjá hvar mörkin liggja varðandi duldar auglýsingar.

Ef þið skrollið yfir instagrammið mitt þá kemur mjög augljóslega fram að ég sé í samstarfi við Heklu. Ég veit ekki hverskonar „rannsóknarvinnu“ þið voruð að vinna því ég sé ekki hvar þessar „duldu“ auglýsingar eru.

Ég er stoltur af þessu samstarfi.

Það er mjög augljóst að þið eruð að taka mig fyrir til þess að sýna fordæmi og hræða „áhrifavalda“ en ég er með mína hluti á lási svo þið megið endilega pestara eitthvað annað lið.

Neytendastofa sendi mér bréf 03.04.2019 og í því bréfi kemur fram að ég hafi 4 vikur til að svara og kæra úrskurðinn og ég ætla að fá að taka mér þann tíma í að svara þeim.

Reyndar verð ég að viðurkenna að það var mjög fyndin pæling hjá ykkur að senda bréfið með TAXA alla leið upp á Höfða þar sem ég var að borða á Fönix sem eru með ótrúlega næs hádegistilboð, mæli með því að allir kíki þangað. Algjört „you got served“ moment.

Kær kveðja
Emmsjé G.Audi

#audi_auglýsing #hekla_bilaumboð #gaudi

#samstarf_neytendastofa

p.s. takk fyrir aukaplöggið

Miðja