Forsíða Uncategorized Elsý vara aðra við þessari síðu – „Bankareikningurinn var bókstaflega TÆMDUR!“

Elsý vara aðra við þessari síðu – „Bankareikningurinn var bókstaflega TÆMDUR!“

Elsý vill vara aðra við því að vera með kortið sitt skráð í áskrift hjá netsíðunni LiveGlam en hún lenti í því að kortaupplýsingunum hennar var stolið í gegnum síðuna og reikningurinn tæmdur. Hún póstaði þessu inná Facebook síðunni Beauty Tips:

„Bara svona af því það eru svo margir íslendingar sem eru í þessari áskrift þá mæli ég með að þið segið henni upp strax í dag! Þetta er ekki örugg síða og það eru fullt af stelpum sem lentu í því núna um helgina að bankareikningurinn þeirra var bókstaflega !tæmdur, meðal annars ég. Þau sem eru með þessa síðu segja að þau visti engar bankaupplýsingar og þetta sé ekki þeim að kenna og eru ekkert að vinna í því að laga þetta þannig ef þú ert í áskrift hjá þeim mæli ég með að loka á það“

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það voru fleiri en hún sem höfðu svipaða sögu að segja…

Þeim sam hafa lent í þessu er bent á að hafa samband við Borgun eða Valitor.