Forsíða Íþróttir El Clasico er um helgina – Real Madrid spáð sigri – EN...

El Clasico er um helgina – Real Madrid spáð sigri – EN hverju spáir þú?

Á sunnudaginn komandi, er hinn klassíski stórleikur í spænska boltanum, El Clasico, leikur erkifjendanna Real Madrid og Barcelona. Í þetta skiptið er leikurinn afar mikilvægur fyrir bæði lið, og þá sérstaklega Barcelona.(Sjáðu tippleik á Facebook-síðu Menn.is)

Þrátt fyrir ótrúlega endurkomu gegn PSG féll Barcelona úr Meistaradeildinni í vikunni eftir tap gegn Juventus. Þeir eru svo 3 stigum á eftir Real Madrid í baráttunni um spænska meistaratitilinn þegar 6 leikir eru eftir. Leikurinn á sunnudag afræður því hvort þeir eigi sjéns í titilinn!

Skv. Betsson þá eru líkurnar Real Madrid í hag – en stuðullinn á þeim er 2.06 – en 3,2 á Barcelona, sem munu spila án Neymars sem er í banni.

Fyrir áhugasama þá má sjá leikinn á Sky Sport – en stöðina má nálgast á einfaldan hátt í gegnum netmyndlykil Satis – sjá nánar HÉR!