Forsíða Umfjallanir „Ekki tekið upp íslenskt KYNLÍFSMYNDBAND!“ – VIÐTAL

„Ekki tekið upp íslenskt KYNLÍFSMYNDBAND!“ – VIÐTAL

Ágúst Bjarnason sem er einnig þekktur sem Gústi Hollywood hefur starfað hjá Upptaka ehf. frá því árið 2007 og er nú orðinn framkvæmdastjóri. Hann er menntaður viðskiptafræðingur frá HR en fór svo í KSÍ að læra leiklist – og loks kvikmyndaframleiðslu í Hollywood.

Gústi við tökur á myndinni Kungfu Yoga með Jackie Chan

Hvað gerir Upptaka ehf.?
„Eins og nafnið gefur til kynna þá tekur Upptaka upp allt sem þarf að taka upp. Við höfum sérhæft okkur í kynningarmyndböndum og auglýsingum fyrir fyrirtæki á hagstæðasta verðinu í bænum.“

„Á þessum 11 árum frá því félagið var stofnað höfum við séð um beinar útsendingar frá viðburðum, tekið upp tískusýningar fyrir Ralph Lauren, bílasýningar, tónleika, auglýsingar og kynningarmyndbönd af öllum stærðargráðum. Við höfum einnig tekið upp tónlist í samstarfi við snillinga á því sviði svo það má segja að við tökum upp allt sem fólk eða fyrirtæki vilja koma á framfæri.“


Gústi við tökur á Fast & Furious 8

Er eitthvað sem þið takið ekki upp?
„Eiginlega ekki… humm. Við fengum að vísu beiðni frá viðskiptavini um að taka upp íslenskt kynlífsmyndband en við þurftum að benda á aðra sem gætu leyst það verkefni. Veit ekki hvort það að veruleika en vil heldur ekki vita meira – við þurfum að hafa einhver mörk þegar kemur að upptökum.“

Hvað er það skemmtilegasta sem þið hafið tekið upp?
„Persónulega finnst mér allt skemmtilegt sem við gerum – annars væri maður löngu hættur. Það sem stendur kannski upp úr er tíminn sem við áttum við tökur í Los Angeles. Þá fékk maður að hitta átrúnaðargoðin í eigin persónu og það var skemmtileg reynsla.“

Geturðu nefnt einhver nöfn sem þið hefið séð í Hollywood?
Ég held við höfum nú hitt flesta sem við höfðum áhuga á að hitta áður en við fórum út til LA. Uppáhaldin mín eru líklega Britney, Coolio, Natalie Portman, Charlize Theron, Katy Perry, Hugh Jackman, Will Smith, Robbie Williams og fleiri snillingar.“

Skemmtilegt að sýna nokkrar klippur frá Hollywood fyrir þá sem hafa ekki kíkt til Hollywood ennþá. Helgi Már Erlingsson

Posted by Agust Bjarnason on Saturday, December 8, 2018

Nokkur brot frá tökum Upptaka ehf. í Hollywood

Hvernig kemst fólk í samband við Upptaka ehf.?
Það er auðveldast að hafa samband við okkur á Facebook síðunni okkar https://www.facebook.com/upptaka/ – þar kemstu í beint samband við okkur við sendum hugmynd og verð fyrir það verkefni sem þig langar til að taka upp. Einnig má senda póst á [email protected] eða bara hringja í 8206044.

Miðja