Forsíða Umfjallanir Ekki missa af Í Svörtum Fötum á Hard Rock Cafe Reykjavík þann...

Ekki missa af Í Svörtum Fötum á Hard Rock Cafe Reykjavík þann 15. febrúar!

Hljómsveitin Í Svörtum Fötum hendir upp geggjuðum tónleikum fimmtudagskvöldið 15. febrúar n.k. á Hard Rock Cafe Reykjavík. Hljómsveitin er um þessar mundir að halda upp á 15 ára afmæli breiðskífunnar Í Svörtum Fötum sem seldist í bílförmum og innihélt smelli eins og Dag sem dimma nátt, Nakinn og Tímabil.

Langt er síðan Í svörtum fötum hélt tónleika á mölinni en bandið mun leika á tónleikum á Græna hattinum Akureyri 17. febrúar. Á tónleikunum munu strákarnir eldhressu fara yfir feril hljómsveitarinnar, leika þeirra þekktustu lög og gera allt vitlaust eins og þeirra er von og vísa. Ekki láta þennan stórviðburð fram hjá þér fara! Miðaverð kr. 2990 – sjá HÉR!

Kjallarinn opnar klukkan 21.00 – en tilvalið er að fá sér að snæða á Hard Rock – áður en viðburðurinn hefst!