Forsíða Hugur og Heilsa „Ekkert okkar kemst héðan lifandi“ – Mögnuð orð sem allir ættu að...

„Ekkert okkar kemst héðan lifandi“ – Mögnuð orð sem allir ættu að lesa frá Richard Gere

richardLeikarinn heimsfrægi Richard Gere deildi þessum skilaboðum á Facebook-síðu sinni. Mögnuð skilaboð um að lifa lífinu lifandi.

„Móðir vinar míns hefur borðað heilsusamlega alla ævi. Aldrei drukkið áfengi eða borðað „slæman“ mat, æft sig daglega, mjög liðug, mjög virk, tók öll bætiefni sem læknir hennar mældi með, fór aldrei í sólina án sólarvarnar og þegar hún gerði það, var það í stystan mögulegan tíma – þannig hún verndaði heilsuna eins mikið og manneskja getur. Hún er nú 76 ára gömul og er með húðkrabbamein, beinmergskrabbamein og beinþynningu.

Vinur föður míns borðar beikon ofan á beikon, smjör ofan á smjör, fitu ofan á fitu, aldrei og ég meina aldrei æft sig, var úti í sólinni og brann í döðlur hvert sumar, hann tók ákvörðun að lifa lífi sínu til fullnustu – en ekki samkvæmt ráðleggingum annarra. Hann er 81 árs og læknar segja að hann sé með heilsu ungs manns.

Þið getið ekki falið ykkur fyrir eitrinu ykkar. Það er þarna úti og það mun finna ykkur. Eða í orðum móður vinar míns sem lifir enn: Ef ég hefði vitað að líf mitt myndi enda svona, hefði ég lifað því meira til fullnustu og notið alls sem mér var sagt að gera ekki.

Ekkert okkar kemst héðan lifandi, þannig hættið að lifa lífinu í ótta. Borðið gómsætan mat. Gangið í sólskininu. Hoppið í hafið. Deilið frá sannleikanum sem þið berið í hjartanu eins og földum fjársjóði. Verið kjánaleg. Það er ekki tími fyrir neitt annað.