Forsíða Lífið Eitthvað GRUGGUGT er að gerast í Ólafsvík – Berglind er skíthrædd um...

Eitthvað GRUGGUGT er að gerast í Ólafsvík – Berglind er skíthrædd um kisurnar sínar!

Berglind Ýr Gylfadóttir býr í Ólafsvík. Hún er á því að það sé eitthvað gruggugt í gangi þar um þessar mundir – og hún er skíthrædd um kisurnar sínar:

Maður er orðinn skíthræddur um kisurnar sínar þar sem við búum. Það getur bara ekki verið eðlilegt að það séu trekk í trekk að finnast eða skríða heim til sín stórslasaðir kettir. Þegar Kolo dó sagði dýralæknirinn það ótrúlega skrýtna áverka og að þeir gætu vel verið af mannavöldum.

Í gærkvöldi hefur Stella komið stórslösuð heim án þess að neinn tæki eftir. Hún lá víst bara í sófanum eins og hún væri að hvíla sig, enda engir sjáanlegir áverkar. Kisurnar mínar eru lokaðar inni á nóttunni. Í morgun var hún ekki bara máttlaus og köld, heldur andstutt og bara alveg virkilega illa farin. Hafði þó náð að skríða inn í þvottahús. Rifin þind, brot og innvortis blæðingar.

Í gær fannst annar köttur í skurði í bænum, stórslasaður og talið að hann hafi orðið fyrir bíl. Enn annar sem ég veit um og fer aldrei langt frá húsinu sínu kom líka valtur og haltrandi heim og er verið að fara að láta líta á hann.

Ég bý ekki í New York. Og ég neita bara að trúa því að það sé bara verið að keyra niður ketti hér daglega og það marga á dag. Nú ef svo ólíklega vill til… þá mætti fólk alveg hafa manndóm í sér og láta vita.