Forsíða Hugur og Heilsa Á einu ári er þessi fyrrum heróínfíkill óþekkjanleg – „Ég er lifandi...

Á einu ári er þessi fyrrum heróínfíkill óþekkjanleg – „Ég er lifandi sönnun þess að við getum náð bata!“

Lögreglan í West Midlands á Englandi deildi ótrúlegri batasögu Caroline Best sem hefur verið laus við heróín í 12 mánuði.

Caroline er bókstaflega orðin önnur manneskja á þessu ári og umbreytingin er svo svakaleg að meira að segja hún trúir þessu varla.

Fyrir ári síðan þá var Caroline alræmdur þjófur og heróínfíkill í West Midlands og lögreglan þurfti sífellt að vera hafa afskipti af henni, enda fór hún reglulega í fangelsi fyrir þjófnað – en Caroline var að stela til að eiga fyrir heróíni.

En fyrir 12 mánuðum síðan þá sögðu læknar henni að hjartað hennar væri að gefa sig og það væri ekki hægt að gera nauðsynlegan uppskurð á henni fyrr en hún væri hætt að taka inn efnin sem hún neytti daglega.

Í kjölfarið fór Caroline í meðferð og í dag er hún allt önnur kona.

„Ég er lifandi sönnun þess að við getum náð bata,“ sagði Caroline.

Lögreglan í West Midlands vildi deila þessari frétt því að hún trúir á möguleika allra til að breyta og bæta sig – að allir geti aftur orðið fullgildir meðlimir í samfélaginu.

Fólk hefur hrósað lögreglunni í West Midlands mikið fyrir afstöðu sína og þá sérstaklega áherslu þeirra á að hjálpa fíklum og glæpamönnum að snúa lífi sínu við.