Forsíða Lífið Einstæður faðir labbaði 36km Á DAG í og úr vinnu – Svo...

Einstæður faðir labbaði 36km Á DAG í og úr vinnu – Svo komust vinnufélagarnir að því! – MYNDBAND

Hann Trenton Lewis er 21 árs og hann á 14 mánaða dóttir, hana Karmen. Til að sjá fyrir henni þá þurfti hann að labba 18km í vinnuna kl 4 um morguninn og svo aftur 18km til að komast heim. Hann sagði engum frá því.

En starfsfélagar hans hjá UPS í Little Rock, Arkansas í Bandaríkjunum komust að því. Og í síðustu viku þá ákváðu þeir að gera eitthvað í því.

Þeir báðu Trenton að koma á stuttan vinnufund – en í staðinn þá voru félagarnir búnir að kaupa handa honum bíl og réttu honum lyklana:

,,Að sjá ungann mann vera svona duglegan og ákveðinn að hann segi við sig: ,,Ef ég er ekki með far þá labba ég bara 18km“ – ef að hann getur það, þá getum við hjálpað honum.“ sagði einn af vinnufélögum Trenton’s.

Fyrsta bílferðin hans Trenton var að sækja stelpuna sína og fara með henni út að borða.