Forsíða Lífið Einstæður faðir kunni ekki að gera fléttur í dóttur sína – Hann...

Einstæður faðir kunni ekki að gera fléttur í dóttur sína – Hann brást snilldarlega við!

Það er innritað í (næstum) alla pabba að kunna ekki að græja hár dóttur sinnar.

En það er ekkert sem gott foreldri myndi ekki gera fyrir barnið sitt, svo þegar hin 3. ára gamla Izzy vildi að pabbi hennar gerði tagl í hárið á sér, þá var aðeins eitt í stöðunni – Að fara í hárgreiðsluskóla, og það var einmitt það sem hann gerði!

Þetta er hin 3 ára gamla Izzy og einstæði pabbi hennar Greg Wickherst.

Greg vildi geta gert hár dóttur sinnar fínt svo hann tók dóttur sína með sér á  hárgreiðslunámskeið!

Og það virðist sem það hafi borgað sig, því Izzy er að rokka þessar fléttur.

„Á örskömmum tíma gat ég sett hárið hennar í fléttu, svo í fiskifléttu og að lokum í franska fléttu“.

„Ég hefði aldrei getað ímyndað mér hvað það er auðvelt að setja hárið í snúð, mér hafði bara aldrei dottið það í hug“.

„Næst langaði mig að prófa að gera hárið hennar eins og á Elsu úr Frozen“.

Greg deilir og tekur á móti hugmyndum á Facebook sem snúa að því að gera hár dóttur sinnar.

Hann hvetur foreldra til þess að njóta hvers einasta augnabliks með börnunum sínum – „Góðu augnablikin – Og líka þau sem eru ekki svo góð. Jafnvel þegar bleyjur springa, þegar þau eru óþekk í verslunum eða eru lasin og vaka alla nóttina. Af því að þessi augnablik vara ekki að eilífu“.

„Uppáhalds augnablikið mitt er þegar ég vek hana á morgnanna, tek hana upp og hún er ennþá svo þreytt að hún kúrir höfðinu ofan í hálsinn á mér … Sú ást og sú tilfining er það besta sem ég veit við það að vera foreldri.

Miðja