Forsíða Húmor Einn góður BRANDARI til að starta daginn – ,,Jói litli var að...

Einn góður BRANDARI til að starta daginn – ,,Jói litli var að labba heim úr skólanum“

Einn góður brandari til að starta daginn:

Jói litli var að labba heim úr skólanum.

Bíll rennir upp að honum og karlmannsrödd kallar til hans, „Ef þú kemur með mér, færðu tvo sleikjó“

Jói svarar, „Nei, ég fer ekkert með þér“ og gengur áfram.

Enn kemur bíllinn, og karlmannsröddin segir, „Ef þú kemur með mér, færðu tvo sleikjó og lakkríspoka“

Jói svarar, „Nei, ég fer ekki neitt með þér“ og heldur sínu striki.

Enn og aftur kemur bíllinn og karlmannsröddin segir biðjandi, „Ef þú kemur með mér, færðu tvo sleikjó, lakkríspoka og fimmhundruðkall“

Jói gengur að bílnum og segir stuttur í spuna, „Pabbi, sko það varst þú sem ákvaðst að kaupa þennan Skóda, og það er ekki séns að ég láti sjá mig í honum“

Miðja