Forsíða Lífið Einar Bárðar smalar á Proclaimers út af góðu málefni – „Geggjað gigg...

Einar Bárðar smalar á Proclaimers út af góðu málefni – „Geggjað gigg og leggur baráttu hennar lið“

Einar Bárðarson var hættur í alþjóðlegu tónleikahaldi, en út af góðu málefni þá ákvað hann að koma að Proclaimers tónleikunum sem eru í Hörpunni í kvöld – mánudaginn 15. apríl.

Hann hvetur nú fólk sem hefur verið að velta fyrir sér að koma á tónleikana að hætta að hugsa og kaupa sér miða, því að þetta er geggjað gigg og með því styður þú Ingibjörgu í baráttu hennar.

The Proclaimers stíga á svið annað kvöld í Hörpu.

Það hefur þó ekki gengið áfallalaust að koma þessum tónleikum á svið. Ingibjörg Rósa öflug unga kona sem stendur að baki komu þeirra til landsins hefur átt farsælan feril sem skipuleggjandi viðburða, bæði uppistands og tónleika. Hún kemur frá Vík í Mýrdal hefur búið í Edinborg í Skotlandi síðustu ár og þar eru Proclaimers heimabæjar- hetjurnar.

Nema þegar kynningarvinna fyrir tónleikanna er að byrja hjá henni í lok síðasta árs fær ingibjörgu þær erfiðu fréttir að hún er komin með krabbamein og heiminum hennar er snúið á hvolf. Vitanlega er allt sett á hold við svona fréttir en svo heldur lífið áfram og það þarf að leysa þær áskoranir sem svona áfalli fylgja.

Í lok febrúar hafði sameiginlegur vinur okkar Ingibjargar samband við mig og setti mig inn í gang mála og bað mig að skoða það hvort ég gæti komið að málunum og veitt henni liðsveislu í þessari stöðu sem upp væri kominn.

Sjálfur var ég hættur alþjóðlegu tónleikahaldi en þegar maður er beðin um að stíga inn og hjálpa við svona aðstæður þá bara gerir maður það enda gott fólk í erfiðri glímu og framundan frábærir tónleikar sem ekki mega falla niður.

Þetta skýrir vonandi aðkomu mína að þessum spennandi tónleikum og útskýrir þeim sem hafa heyrt mig segja að ég sé hættur tónleikahaldi, hvernig að aðkomu minni er háttað.

Ég hef kynnst Rósu ágætlega eftir að ég kom henni til aðstoðar og hér er á ferðinni öflug kona sem sýnir aðstæðum sínum mikið æðruleysi en hún hefur rætt aðstæður sína og baráttu opinberlega þannig að ég er ekki að rjúfa trúnað.

Hún verður ekki með okkur annað kvöld þar sem hún er að takast á við erfiða meðferð við krabbameininu heima í Edinborg. En hún verður hjá okkur í huga.

Annað kvöld verða frábærir tónleikar, miðarnir á tónleikana hafa selst mjög vel eftir að við byrjuðum kynningarvinnuna aftur – ennþá eru þó nokkrir miðar lausir sem kalla eftir kaupendum sem vilja komast í gott stuð rétt fyrir páska.

Ég bið ykkur að sem hafið verið að velta því fyrir ykkur að koma á tónleikanna að hætta að hugsa, kaupa miða og koma annað kvöld. Þannig færðu að komast á geggjað gigg og leggur baráttu hennar lið. Því við sem komum að þessu til að klára verkefnið hennar ætlum henni allt það sem eftir situr af rekstri tónleikanna.

Þú getur pantað þér miða með því að smella hér.

Miðja