Forsíða Lífið Egill Fannar Halldórsson ráðinn nýr ritstjóri Menn.is

Egill Fannar Halldórsson ráðinn nýr ritstjóri Menn.is

Egill FannarEgill Fannar Halldórsson hefur tekið við sem nýr ritstjóri Menn.is. Egill hefur starfað við vefinn frá því í síðastliðnum júlí. Hann þótti með eindæmum snöggur til vandræða og því líklegur til að valda starfinu vel.

Í ljósi þess hversu vel Egill stóð sig – sá fyrrum ritstjórinn Helgi Jean Claessen sér engan annan kost í stöðunni en að reka sjálfan sig – en það var sameiginleg ákvörðun með hinum eiganda vefsins og framkvæmdastjóra Snorra Má Skúlasyni. Helgi datt í kjölfarið niður í djúpt þunglyndi á þessum tíma – en var þó fljótur til að taka gleði sína á ný þegar hann endurréði sjálfan sig sem útgefanda vefsins.

Egill Fannar hefur komið víða við í fjölmiðlum meðal annars hjá Monitor á mbl.is – á visir.is – og nú síðast sem ritstjóri vefsíðunnar dagurinn.is. Hann er fullur af ferskum hugmyndum og í honum býr þessi ekta kraftur sem dregur áfram farsæla ritstjóra.

“Það er frábært tækifæri fyrir mig að taka við Menn.is – sem er leiðandi í afþreyingu fyrir ungt fólk á Íslandi. Við stefnum auðvitað á enn stærri hluti nú í náinni framtíð – sem ættu vonandi að valda jafnt gleði og skelfingu” sagði Egill Fannar sem var jafnt hristur sem hræður yfir nýja starfinu.

Menn.is fær að jafnaði 20-30 þúsund notendur á dag og er iðulega á lista yfir 10 stærstu vefsíður á landinu. Í síðustu viku sat Menn.is í 9.sæti og voru 108 þúsund notendur sem heimsóttu síðuna.

Vefmæling

Menn.is óskar að sjálfsögu Agli velgengi í nýja starfinu – en annað væri afar furðulegt og gegnt eigin hagsmunum vefsins.