Forsíða Lífið Eftir 3 ára íslenskunám og 4 ár á Íslandi á að REKA...

Eftir 3 ára íslenskunám og 4 ár á Íslandi á að REKA hana af landinu!

 

Momo Hayashi líður eins og Íslendingi. Hún fór í háskólann, talar íslensku, vinnur hjá íslenskum fyrirtækjum, á húsnæði hér, á fataverslun í miðbænum, borgar skatta – en samt á að reka hana af landinu.

Momo er upprunalega frá Japan og eftir ákvörðun Útlendingastofnunar þá veit hún ekki hvað hún á að gera.

Nú biður hún okkur Íslendinga um hjálp og spyr okkur ráða – hvað á hún að gera?


Kæru íslendingar,
Mig vantar hjálp.
Ég er upprunalega frá Japan, og hef búið hér á Íslandi sirka fjögur ár (ég kom til Íslands 25. ág 2015). Ég var í háskóla þrjú ár til þess að læra íslensku og síðan byrjaði ég að vinna hjá ferðaskrifstofu. Síðasta desember sótti ég um atvinnudvalarleyfi vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar. Fyrirtæki sem ég vinn hjá gaf mér persónulegt meðmælabréf til að sýna að ég er ekki almenn starfsmanneskja heldur kann ég íslensku, ensku og japönsku, með sérfræðiþekkingu í asískri menningu, reynslu við að vinna hjá ferðafyrirtæki og svo framvegis.
Útlendingastofnun og vinnumálastofnun samþykktu umsókn mína en sex mánuðum seinna hafnaði vinnumálastofnun umsókninni. Ástæða þess var að ég væri ekki frá Evrópusambandinu og að annað fólk gæti unnið fyrir mig. Það sagði ekkert um sérfræðiþekkingu. Síðan mælti hún með að ég myndi prófa að sækja um atvinnuleyfi vegna skorts á starfi. Ég prufaði það en síðan hafnaði vinnumálastofnun umsókninni aftur vegna þess að það eru margir íslendingar atvinnulausir. Ég vissi alveg að Japan væri ekki í Evrópusambandinu og af atvinnuástandinu á Íslandi.
Ég hringdi vikulega í Útlendingastofnun og Vinnumálastofnun til að spyrja hvernig gengi með dvalarleyfið, en þau sögðu mér í símanum alltaf að það væri í vinnslu og allt litli vel út.
Sjö mánuðum síðar, allt í einu, nei, það gengur ekki af því að þú ert ekki evrópsk og vegna atvinnuástandsins.
Af hverju þá var umsókn mín móttekin?
Af hverju sögðu þau að það gengi vel?

Nú missti ég vinnuna, fyrirtækið sagði mér að ég gæti ekki unnið lengur (Þessi vegna var ég ekki í vinnunni í dag, en allir frá fyrirtækjum eru svo hjálpsöm, ég er þakklát).
Í dag fékk ég bréf frá Útlendingastofnun að dvalarleyfið mitt væri óheimilid og þyrfti ég að fara út af landinu í 30daga.

Ég fór Útlendingastofnun í janúar, áður en dvalarleyfið rann út. Þær Vinnumálastofnun notuðu sjö mánuði, en þær segja að ég væri hér á landinu án dvalarleyfi meiri en 90 daga svo ég þyrfti að fara strax.
Vinnumálastofnun sendi mér bréf á 5. júlí, fékk ég bréf frá Útlendingastofnun í dag. Er það ekki ótrúlega fljótt?

Hvað er þá að gera? Er ég með mannréttindi? Þarf ég að fara alla leið til Japans eftir fjögur ár hér?

Mér líður eins og íslendingi. Ég fór í háskólann, tala íslensku, vinn hjá íslenskum fyrirtækjum, á húsnæði, á falleg fataverslun í miðbær, borga skatt.. ég er tilbúin að fá ríkisborgararétt í framtíðinni. Ég get unnið eins og íslendingur einnig, og er með reynslu í útlöndum.
Ég prófaði allt sem ég gat. Ég reyndi að panta fundartíma hjá Vinnumálastofnun en auðvítað, nú sagði mér að hún væri í sumarfríi ! Frábær þjónusta!

Mig langar að spyrja ykkur,
Gerði ég eitthvað rangt?
Tók ég starfi þitt?
Ætti ég að biðja hverjar íslenskumenn að giftst mér og vera húsmóðir ?
Eða ætti ég fara til „heima“lands?

Þakka ykkur kærlega fyrir.