Forsíða Lífið Ef þú ert að labba ein/n í bænum þá gæti þetta trikk...

Ef þú ert að labba ein/n í bænum þá gæti þetta trikk í iPhone mögulega bjargað lífi þínu

Það getur verið ógnvekjandi að ganga einhvers staðar – og finna sig í aðstæðum sem úr manns eigin höndum.

Nýja stýrikerfið í iPHone iOS 11 gerir fólki nú kleift á auðveldan máta að hringja í neyðarnúmer og tengiliði. Aðferðin er einföld – ef þú lendir í aðstæðum þar sem öryggi þínu er ógnað, þá ýtirðu 5 skipti á wake/sleep takkann.

Fyrir iPHoneX þá heldurðu hliðartakkanum og Volumetakkanum og í staðinn fyrir að draga skjáinn niður, byrjar niðurtalning og viðvörunarómur heyrist. Ef þú heldur tökkunumniðri, þangað til í lok niðurtalningarinnar, þá hringir síminn sjálfvirkt í neyðarnúmer.

Ásamt þessu sendir síminn út GPS staðsetningu – sem getur reynst ómetanlegt og jafnvel bjargað lífum.