Forsíða Lífið Ef þig hlakkar til helgarinnar á þetta eftir að græta þig!

Ef þig hlakkar til helgarinnar á þetta eftir að græta þig!

Við ættum að vera orðin öllu vön á þessari eyju í norður Atlantshafi. En veðrið virðist seint ætla að venjast og mun halda áfram að reyna að eyðileggja líf okkar allra þangað til við erum annaðhvort dauð eða brottflutt.

Á Laugardaginn geta allir verið svona la-la glaðir nema íbúar höfuðborgarsvæðisins, en svo virðist sem guð hati Reykjavík og ætli að gera allt sem í sínu valdi stendur til að enginn gleðjist á Austurvelli framar.

Screen Shot 2015-06-10 at 14.47.02

Á sunnudaginn er spáð eymd og volæði um allt land og sterklega er mælt með því að þessi dagur verði frátekinn í þynnku innan dyra.

Screen Shot 2015-06-10 at 14.47.17

 

Hvað ég myndi ekki gefa til að forfeður mínir hefðu verið vesturfarar og ég byggi nú í Ameríku og talaði fáránlegt tungumál sem ég kallaði íslensku og montaði mig af ískaldri arfleifð minni.

Í gamladaga var lóbótamía vinsæl aðgerð, gjarnan framkvæmd á fólki sem veikt var á geði og varð það annaðhvort tilfinningalega dofið eða vangefið ef það yfirhöfuð lifði aðgerðina af. Hún fór þannig fram að pinnum var stungið inn í heilann fyrir ofan augun og framheila-stöðin þannig eyðilögð eða sködduð. Margir lifðu tilfinningalega dofnu lífi eftir slíkar aðgerðir.

Það er það sem veðrið er að gera við okkur. Lóbótamæsa okkur. Veðrið er sturlaður læknir með engan skilning á geðsjúkdómum og við erum bjargarlaus fórnarlömb, framseld af eigin fjölskyldum í arma hans. Dæmd til að fá pinna í heilann vegna þess að hann langar í Nóbels verðlaun.

Ég get ekki ákveðið hvort ég á að gerast veðurfræðilegur flóttamaður einhversstaðar eða fara bara í meðvitaða afneitun.

– Bylgja Babýlons.