Forsíða Hugur og Heilsa Ef íslenskar stjörnur myndu photoshoppa myndirnar sínar … – MYNDIR

Ef íslenskar stjörnur myndu photoshoppa myndirnar sínar … – MYNDIR

Algengt er að allskonar filterar séu settir á myndir áður en þær ráta á samskiptamiðlana, Facebook eða Instagram.

Myndunum er breytt í nýjum smáforritum þar sem hægt er að fjarlægja bólur eða fæðingabletti, breyta húðlit, hvítta tennur, grenna andlit, stækka varir og slétta húð. Og svona mætti lengi telja.

En hvað ef allir myndu nú bara breyta myndunum sínum – Og gera sig „fullkomin/n?“

Við á Menn.is gáfum okkur það bessaleyfi að hjálpa nokkrum af þekktustu einstaklingum landsins við að ná „fullkomnun“ …

Ásdís Rán, athafnarkona

ásdísrán
Húðin á Ásdísi var náttúrulega alls ekki nægilega slétt …

Sara í Júník

sara í júník
Við sléttum húðina á Söru, gerðum hana brúnnni og gáfum henni stærri augu.

Egill Einarsson, Plötusnúður með fleiru.

 

egilleinars
Gillzenegger er alveg búinn að missa það og er alls ekki nægilega brúnn …

María Ólafsdóttir, Eurovisionfari

maríaólafs
Við gáfum Maríu Ólafs smá „skinku make-up“ áður en hún fer út til Austurríkis.

Logi Bergmann Eiðsson, sjónvarpsmaður

 

logi
Logi Bergmann 10 kg léttari og með mun snyrtilegri augabrúnir …

Tanja Ýr, fegurðardrottning

 

tanja
Við þurfum að senda Tönju aftur í Miss World eftir þetta make-up!

Ágústa Eva, leikkona

agustaeva
Skinku Ágústa!

Sigmundur Davíð, forsætisráðherra

 

sigmundur
Sigmundur (eða Siggi eins og hann vill láta kalla sig) er orðinn tanaður, massaður og ekki úr sveitinni!

Salka Sól, tónlistarkona

 

salkasól
Við viljum að Salka skinki sig upp eins og aðrar vinkonur hennar á þessum lista.

Friðrik Dór, tónlistarmaður

frikki
Frikki Dór sætur!

Bubbi Morthens, kóngur

bubbi
Kóngurinn kominn úr strekkingu!

María Birta, leikkona

maríabirta

Friðrika Hjördís, sjónvarpskona

rikka
Sæt svona með smá kinnalit!

Þórunn Antonía, söng- og leikkona

þórunn
Þórunn Antonía er nær óþekkjanleg.

Auðunn Blöndal, sjónvarps- og útvarpsmaður

 

auddi
Kynnirinn Auðunn Blöndal fékk silkimjúka húð og að sjálfsögðu … lubba á höfuðið!
Miðja