Forsíða TREND Ef Photoshop yrði notað ÖFUGT miðað við vanalega! – MYNDIR

Ef Photoshop yrði notað ÖFUGT miðað við vanalega! – MYNDIR

Stjörnurnar eru eins og þær eru.

En þegar við sjáum þær er oftar en ekki búið að tálga af þeim það litla sem þær eiga og sjá til þess að hver einasta lína sé nákvæmlega eins og hún „á að vera“.

En einn photoshop listamaður spurði sjálfan sig: „Hvað ef þetta yrði gert … nema bara öfugt? Svo þær litu út eins og fyrirsætur í stærri stærð“.

David Lopera gerði þessar myndir:

David sem er frá Menorca á Spáni sagði: „Karlmenn eru alltaf að skrifa mér bréf og biðja um að gera uppáhalds stjörnuna sína aðeins þykkari.

Emma Watson, Jennifer Lawrence og Kim Kardashian eru vinsælastar og ég fæ oftast fyrirspurnir um að gera þær.

Ég elska Katy Perry en mér þætti hún enn kynþokkafyllri með nokkur kíló í viðbót utan á sér“.