Forsíða Lífið Drukkin kona ráfaði inn til þeirra – og þeir brugðust hárrétt við!

Drukkin kona ráfaði inn til þeirra – og þeir brugðust hárrétt við!

Við könnumst flest við það að fá okkur aðeins of mikið neðan í því og mörg okkar hafa lent í því að muna jafnvel ekki eftir leigubílaferðinni heim.

Tveir ungir bandarískir menn lentu í því að finna meðvitundarlausa konu á sófanum sínum.

Annar strákanna var heima og var að stússa inni í eldhúsi þegar gestinn bar að garði. Stúlkan gekk beint að sófanum og lagðist niður.

Strákurinn hafði samband við meðleigjanda sinn og þeir ákváðu að leyfa konunni bara að sofa úr sér en græjuðu fyrir hana vatnsglas.

Þeir skildu einnig eftir miða ef ske kynni að konan myndi vakna á meðan þeir væri enn sofandi þar sem þeir útskýra að hún hafi labbað inn í íbúðina og biðla til hennar að ræna þá ekki.

Konan lét sig hverfa klukkan 6 um morguninn og eins og einn vinur strákanna sagði þá var hún heppin að labba ekki inn heima hjá einhverri krípí manneskju.