Forsíða Lífið Dreymir um að giftast dóttur Obama – býður 50 kýr, 70 rollur...

Dreymir um að giftast dóttur Obama – býður 50 kýr, 70 rollur og 50 geitur!

Ungur lögfræðingur í Kenía er með dóttur Barracks Obama Bandríkjaforseta á heilanum og langar að giftast henni. 
Felix Kiprono segist hafa byrjað að hugsa um Maliu árið 2008 og hafi ekki verið með annarri konu síðan, slík sé trúfesta hans gagnvart henni. Honum finnst ekki út í hött að Barrack Obama gifti dóttur sína til Keníu, en forsetafjöskyldan á ættir sínar að rekja þangað.

Fjölskylda Felix hefur samþykkt að hjálpa honum að safna fyrir heimamundinum og segist Felix hlakka til að kenna Maliu að mjólka beljur og elda Ugali eins og aðrar konur í Kenía.

Helsti mótmælandi þessara áforma á án efa eftir að vera Malia sjálf…