Forsíða Lífið Dóttir Jóhannesar SANNAÐI tilvist jólasveinanna – Ætlar að afhenda upptökuna til varðveislu...

Dóttir Jóhannesar SANNAÐI tilvist jólasveinanna – Ætlar að afhenda upptökuna til varðveislu í Þjóðskjalasafninu!

Jóhannes Haukur leikari setti þessa skemmtilegu færslu á Facebook þar sem hann deildi því með okkur að dóttir hans hefði sannað tilvist jólasveinanna. 

Sem betur fer þá ætlar hann að afhenda upptökuna til varðveislu í Þjóðskjalasafninu.

Síðustu nótt setti dóttir mín upp símann sinn á þrífót til að freista þess að ná myndskeiði af Stekkjastaur við iðju sína. Eftir að hafa skoðað gaumgæfilega þá rúmu þrjá klukkutíma sem náðust á upptöku má sjá glitta í eitthvað sem virðist vera óhrekjanleg sönnun þess að jólasveinarnir þrettán lifa góðu lífi enn. Meðfylgjandi er skjáskot úr upptökunni, þegar rúmar tvær klukkustundir eru liðnar. Ég mun afhenda viðeigandi yfirvöldum frumupptökuna til varðveislu í þjóðskjalasafninu.

Miðja