Forsíða Íþróttir Dóri DNA stóð við stóru orðin – Fór á Betsson og setti...

Dóri DNA stóð við stóru orðin – Fór á Betsson og setti aleiguna undir á ólíklegasta sigurleik Ísland á HM!

Líklega hefði enginn trúað því að ein minnsta þjóð í heimi kæmist í 8 liða úrslit á EM 2016. Við gerðum það nú samt.

Líklega hefði enginn trúað því að ein minnsta þjóð í heimi kæmist á HM 2018. Við gerðum það nú samt.

Svo eru líklega fáir sem trúa því að við vinnum eina sterkustu fótboltaþjóð heims, Argentínu á HM – en við gerum það nú samt … eða það er allavega það sem Dóri DNA hefur komst að niðurstöðu um.

Dóri birti á Twitter færslu þar sem hann sýnir hvernig hann veðjaði 100 þúsund kalli að Íslandi myndi vinna Argentínu á HM með stuðulinn 11,50. Sem þýðir að hann gæti átt von á 1,1 milljón – ef okkar menn gera það sem okkar menn eru þekktir fyrir. Að koma öllum á óvart.

Dóri segir á Twitter:

Þið hélduð að ég væri að fokkast. Aleigan komin á þetta.. 800 euros. Ég er dramatúrg, það er nánast eins að vera skyggn.Annað hvort trúir maður á söguhetjuna í þessu ævintýri eða maður fer til helvítis. 9200 euros munu lenda í fangi mínu. 40 kassar af náttúruvíni eða pels EASY.

Ég veit ekki með ykkur – en ég er 100% með því að Dóri fá peninginn sinn margfaldaðan. Allavega hef ég ekki séð betri ástæðu í langan tíma!