Forsíða Lífið Derek er bæði blindur og einhverfur en getur spilað hvaða lag sem...

Derek er bæði blindur og einhverfur en getur spilað hvaða lag sem er á píanó! – MYNDBAND

Derek fæddist þremur mánuðum fyrir tímann og læknar voru um tíma ekki vissir hvort hann myndi lifa. Hann braggaðist þó vel en fljótlega kom í ljós að hann var blindur og þroskaskertur.

Síðar kom í ljós að Derek er einhverfur og svokallað „savant“ sem þýðir að hann kann ekki að reima skóna sína og veit ekki hvað hann er gamall, en ef hann heyrir lag einu sinni man hann það að eilífu.

Þrátt fyrir að þetta sé gamalt myndband þá er þetta besta umfjöllunin um hann Derek sem við höfum fundið – og ef þið viljið sjá meira með honum Derek þá mælum við með YouTube rásinni hans sem þið getið fundið með því að smella hér.