Forsíða Lífið Deildi mynd af sér í mömmu BLEYJU – Með fylgdu mikilvæg skilaboð...

Deildi mynd af sér í mömmu BLEYJU – Með fylgdu mikilvæg skilaboð sem allir ættu að heyra! – MYND

Hún Amanda deildi þessari mynd af sér í ,,mömmu bleyju“ eins og hún kallar það því hún vill fagna öllum hliðum þess að eignast barn – og hafa húmor fyrir því á sama tíma. 

Textinn sem hún skrifaði við myndina er fallegur, fyndinn og neglir málið algjörlega:

,,Móðurhlutverkið án ritskoðunar.

Ég er að deila þessari mynd því að hún er raunveruleg. Svona er að vera móðir; það er hrátt, sláandi, óreiðufullt og virkilega fyndið allt á sama tíma. Að eignast barn er falleg upplifun, og raunveruleikinn á bakvið líf eftir fæðingu er lítið ræddur. Og það er pottþétt ekki tekið nógu mikið af myndum af honum. Sumu fólki finnst þetta líklegast óþægilegt, en af hverju? Ég skil það í alvörunni ekki! Það er líklegast út af því að það er ekki talað um þennan hluta. Við ættum öll reyna að fræða, valdefla og fagna öllum þáttum af fæðingu barna, líka augnablikum eins og þetta. Og vertu með húmor fyrir því á sama tíma. Ekkert segir velkomin í móðurhlutverkið eins og krúttlega krumpað barn, og risa mömmu bleyja.“

Miðja