Forsíða Lífið Daniel tók 35 Viagra töflur því honum fannst það fyndið – Það...

Daniel tók 35 Viagra töflur því honum fannst það fyndið – Það var ekki fyndið lengi

Bretinn Daniel Medforth var á djamminu með vinum sínum og hafði fengið sér töluvert af áfengi þegar hann fékk þá snilldar hugmynd að það væri fyndið að taka inn 35 Viagra töflur til að sjá hvað myndi gerast. Í viðtali við tímaritið The Sun sagði hann:

„Mér varð óglatt, svimaði og fékk ofskynjanir – Allt sem ég sá var grænt. Og ég var með hrikalegan bóner sem vildi ekki fara.“

Daniel var fluttur á spítala þar sem hann lá í tvo daga. Hann segir að sjúkraliðarnir sem sóttu hann hafi verið mjög fagmannlegir en hann hafi séð að þeir remdust við að hlæja ekki.

Læknar og hjúkrunarfræðingar skömmuðu hann svo fyrir þetta hættulega athæfi.

Daniel var með bóner í 5 daga eftir á að eigin sögn.