Forsíða TREND Er Dan Bilzerian með Naomi úr 90210? – Mynd

Er Dan Bilzerian með Naomi úr 90210? – Mynd

Leikkonan Anna Lynne McCord er mörgum kunnug en hún er líklega þekktust fyrir hlutverk sitt í Bandarísku unglingaþáttunum 90201 sem voru í loftinu frá 2008-2013.

Þar lék Anna hina alræmdu Naomi Clark sem var þekkt fyrir að vera „tíkin“ í hópnum ef undirritaður man rétt eftir þáttunum.

Anna Lynne McCord hefur ekki verið neitt sérstaklega áberandi hér á Íslandi síðan 90201 en hún fer enn með hlutverk í hinum ýmsu sjónvarpsþáttum vestanhafs. Stærsta hlutverk hennar í kvikmyndum er þó tvímælalaust í myndinni Transporter 2 (2005) með Jason Statham í aðalhlutverki.

Það nýjasta sem við höfum séð frá leikkonunni er hún í ákvaflegum fimleikaæfingum með systur sinni og vinkonu þeirra … heima hjá flagaranum og pókerkónginum Dan Bilzerian!

Það virðist vera rosalega gaman hjá vinkonunum en við þorum ekki að fara með hvað gæti mögulega verið í gangi þarna í hæðum Hollywood. Myndinni var deilt á aðfaranótt miðvikudags og má sjá hana hér:

Eins og áður sagði vitum við ekki hvers konar partý hefur verið í gangi á heimili flagarans en það eitt er víst að hann var samur við sig og deildi þessari mynd aðeins nokkrum klukkustundum síðar …