Forsíða Íþróttir Cristiano Ronaldo pósaði fyrir mynd í búningsherberginu – með typpið hans Chiellini...

Cristiano Ronaldo pósaði fyrir mynd í búningsherberginu – með typpið hans Chiellini í bakgrunninum! – MYNDIR

Það hefur sýnt sig fyrir löngu síðan að það eru ekki margir spéhræddir í búningsherbergjum atvinnuíþróttamanna. Það þýðir nú samt ekki að maður eigi að setja inn nektarmyndir af þeim.

Raoul Bellanova hjá AC Milan var svo spenntur að hafa fengið mynd af sér með Ronaldo að hann skellti henni beint inn á Instagram án þess að skoða almennilega hvað annað sæist á myndinni.

Í bakgrunninum stóð Giorgio Chiellini fyrirliði Juventus kviknakinn og typpið hans var mjög sýnilegt, þrátt fyrir að myndin sem við sýnum er blörruð. Raoul var fljótur að taka myndina út og setja inn þennan póst á Instagram þar sem hann baðst afsökunnar.

Google translate er á því að hann hafi sagt þetta í Instagram afsökunarbeiðninni: „Ég er mjög hryggur fyrir hvað kom út á félagsmiðlum á þessum tíma. Ég biðst afsökunar fyrst með Giorgio Chiellini, það var ekki ætlun mín. Ég fullvissa hann og alla fótbolta aðdáendur sem ég tók bara mynd með frábærum meistara en ég sendi ekki neitt í félags fjölmiðlum, ekkert á prófílnum mínum né á sögum mínum, né myndi ég gera það eftir ósigur, brosið á myndin er til að gera smá draum. Ég gerði eina mistök, sem ég iðrast, að ég deildi myndinni með nokkrum vinum, sem deildu því, án þess að hafa athugað það fyrst.“

Miðja