Forsíða Íþróttir Conor McGregor búinn að skrifa undir SAMNINGINN! – Er þessi bardagi að...

Conor McGregor búinn að skrifa undir SAMNINGINN! – Er þessi bardagi að fara verða að veruleika?

Nú er búið að tala um bardaga milli Conor McGregor og Floyd Mayweather í meira en eitt ár. Þeir félagar eru búinir að standa sig vel í að byggja upp spennu fyrir bardagann. Þetta mun verða boxbardagi þar sem Conor mætir í umhverfið sem Floyd hefur stjórnað í mörg ár.

Myndaniðurstaða fyrir conor mcgregor floyd mayweather

„Það var mér sannur heiður að skrifa undir þennan sögulega samning ásamt samstarfsaðilum mínum Zuffa LLC, UFC og Paradigm Sports Management. Fyrsta skrefið í þessum samning er komið. Til hamingju allir þeir sem eru búnir að leggja vinnu í þetta. Nú bíðum við eftir því að boxarinn klári þetta á næstu dögum“. – McGregor

Dana White er núna farinn að komast að samkomulagi við Floyd og hans lið og þá ættum við að fá svar á næstu dögum hvort og hvenær þessi bardagi mun eiga sér stað.