Forsíða Lífið Chocosourus Nr.C8 væntanlegur á Borg Brugghús!

Chocosourus Nr.C8 væntanlegur á Borg Brugghús!

Með Borg Brugghús er ætlað að stuðla að bættri bjórmenningu á Íslandi. Boðið verður upp á fjölbreytta flóru bjóra, sem verður í stöðugri þróun. Borg Brugghús mun m.a. leitast við að framleiða bjórtegundir sem henta vel með mat.

Chocosourus Nr.C8 er samstarfsverkefni Borg Brugghýs og Tanker Brewery í Tallinn, Eistlandi. Í þetta súröl notuðu þau meðal annars kakóhismi frá Omnom Chocolate sem blandar skemmtilegum kakótónum við ýmis ávaxtabrögð sem fyrir finnast.
Chocosourus er væntanlegur strax eftir páska.

Það er svo meira komið af Úlfi Úlfi Nr.17 í Vínbúðirnar í Kringlunni, Skútuvogi, Hafnarfirði og Heiðrúnu, en hann er nú uppseldur hjá Borg Brugghús í bili.

Þessa geggjuðu mynd teiknaði svo Lóaboratoríum.