Forsíða Lífið Channing Tatum skrifaði bréf til dóttur sinnar sem ALLIR feður geta lært...

Channing Tatum skrifaði bréf til dóttur sinnar sem ALLIR feður geta lært af …

Channing Tatum hefur alltaf verið frekar vinsæll hjá stelpum og þessi grein er alls ekki að skemma það. Hann skrifaði bréf í Cosmopolitan sem var ætlað 4 ára dóttur sinni. Þar talaði hann um að hún eigi alltaf að vera hún sjálf sama hvað samfélagið segir henni.

Í viðtali um þetta bréf sagði hann:

„Ég reyndi að hugsa hvað mig langaði segja henni svo hún skilji menn, kynlíf og samskipti kynjanna betur. Og það var á þeim tímapunkti sem ég áttaði mig á furðulegum hlut. Ég vil ekki að hún þurfi að leita annað til að fá svör við spurningunum sínum. Ég vona svo innilega að hún hafi alltaf kjark til að vera hún sjálf, sama hvað hún haldi að menn vilji að hún sé“.

„Við vitum að við erum öll ólík og hver og einn hefur sína eigin leið að hjartanu okkar. Við lærum að þekkja það með því að stökkva inn í ástina með báða fætur og gefa sjálf okkur að því að fullu – án þess að búast við neinu til baka. Svo ég held að það sé eitt sem að flestir menn óska sér að konur viti, og það er að þær eru meira en nóg eins og þær eru. Þegar fleiri konur fara að átta sig á því hvað þær eru frábærar án þess að þykjast vera eitthvað annað, verður heimurinn ótrúlegur“.

„Við lifum í samfélagi sem að þjálfar menn og konur í því að leika ákveðin hlutverk í langan tíma. Og það sem er fallegt við það sem er að gerast núna er að við erum loksins að ná að losa okkur við þessi hlutverk. Sérstaklega konur, þær eru að átta sig á því að þær þurfa ekki lengur að fylgja þessum kröfum sem að samfélagið setur ósjálfrátt á þær. Ég vil að konur fái að finna hvernig það er að lifa í heimi þar sem menn taka mark á þeim. Ég vil að þær séu á þeim stað að þær viti að bara þær eru meira en nóg“.
Myndaniðurstaða fyrir channing tatum and daughter