Forsíða Umfjallanir Call of Duty Black Ops 4 er einn metnaðargjarnasti skotleikur sem hefur...

Call of Duty Black Ops 4 er einn metnaðargjarnasti skotleikur sem hefur komið út! – Fær frábæra dóma!

Út er kominn leikurinn Call of Duty Black Ops 4 – en hann má sjá nánar í vefverslun HÉR!

Black Ops 4 inniheldur dýpstu og fjölbreyttustu netspilun sem sést hefur í seríunni, auk þess inniheldur leikurinn stærstu Zombie spilun hingað eða allt að þrisvar sinnum stærri en áður.

Stærsta nýjungin er svo nýr spilunarmöguleiki sem heitir Blackout og byggir á hinu vinsæla Battle Royale, en þar er fjölda leikmanna kastað út í fallhlíf og lenda saman á stórri eyju.  Þar er barist þar til aðeins einn stendur uppi.

Leikurinn hefur fengið frábæra dóma – þar á meðal 8 af 10 á Digitaltrends.com – og 83% einkunn á Metacritic.

Hér að neðan má sjá treiler úr leiknum