Forsíða Umfjallanir BYKO heldur uppboð til styrkar Fjölskylduhjálp Íslands – Árituð treyja frá Aroni...

BYKO heldur uppboð til styrkar Fjölskylduhjálp Íslands – Árituð treyja frá Aroni Einari!

BYKO og góðir samstarfsaðilar hafa ákveðið að halda uppboð til styrktar Fjölskylduhjálp Íslands næstkomandi fimmtudag, 21. desember kl. 18 í BYKO Breidd.

Boðnar verða upp fjölmargar spennandi vörur og hlutir! Komdu og gerðu frábær kaup, um leið og þú styrkir verðugt málefni – allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi og tekið þátt.
Allt andvirði rennur óskipt til Fjölskylduhjálpar Íslands.

Meðal þess sem boðið verður upp:
– Gisting, sælkerakvöldverður og nudd frá Hótel Rangá
– Weber Q3200 gasgrill frá Járn og Gler
– iRobot ryksuguvélmenni IRO-695 frá Heimilistækjum
– Handunninn postulínsvasi með rósamynstri frá Ilva
– Árituð Cardiff félagstreyja frá Aroni Einari landsliðsfyrirliða
– Fimm málverk frá Sigga Ben
– Silfurhálsmen frá Sign
– DrGreen panna og grillpanna með loki frá K.Richter
– Stanley FatMax línulaser SCL-G frá K.Þorsteinsson og Co.
– Sony 55″ 4K smartsjónvarp frá BYKO Akureyri
– Vatnsheldur bakpoki frá 66°N
– DrGreen panna og grillpanna frá K.Richter
– Tvo flott listaverk eftir Þóru Sigurþórsdóttur
– Þrjár bækur eftir Bjarka Bjarnason
– George Foreman heilsugrill frá Hr. Jón
– Russell Hobbs kaffikanna frá Hr. Jón
– Bosch 12V verkfærasett í boxi (5 hlutir) frá BYKO
– KitchenAid hrærivél frá BYKO
– Snickers vinnuföt, úlpa, jakkar og gjafapakkar frá Hilti
– Sous Vide hitatæki frá Málningu ehf
…fleiri spennandi vörur og hlutir geta bæst við á listann og uppboðsstjóri er alveg vís til að bæta við alls kyns smálegum en flottum hlutum úr versluninni 🙂
Sjá einnig á heimasíðu BYKO!