Forsíða Hugur og Heilsa Bryndís skrifaði einlægan texta sem gæti hitt foreldra beint í hjartastað ….

Bryndís skrifaði einlægan texta sem gæti hitt foreldra beint í hjartastað ….

Bryndís Hulda Ríkharðsdóttir birti á Facebook-síðu sinni þetta textabrot sem gæti vakið foreldra til umhugsunar. Einlægur texti. 

Í ljósi alls konar umræðu síðustu daga varð þetta til…

Foreldrar hvar eruð þið?
Því fylgir nefnilega vinna svona við og við.
Eruði búin að gleyma því sem þið bjugguð til,
það þarf að ráðleggja, leika og spila á spil.
Það þýðir ekki á aðra að benda,
og ábyrgðinni frá sér henda.
„Á ekki skólinn að kenna þeim þetta“?
Kvarta, kveina, ráðskast og gretta.
Kennarar gera það sem þeir geta,
og starf þeirra ber svo miklu meira að meta.
Skólahjúkrun og námsráðgjafar,
leikskólakennarar, ömmur og afar.

Tölvufíkn, klámvæðing og allt uppfullt af dópi,
„Nei mitt barn, það er ekki í þessum hópi“.
Við erum unga fólkið okkar að missa,
og samfélagið er á því hissa.
Alþingi, hvert erum við að stefna,
geðheilbrigði og launamál.. bara svona eitthvað að nefna.
En elskulega foreldri talaðu við barnið,
áður en það stefnir beint út í hjarnið.
Hættu með andlitið í tölvu og síma,
og gefðu barninu svolítinn tíma.
Ekki láta dótturina eina og soninn einan,
vaknaðu, áður en það verður um seinan.

Miðja