Forsíða TREND Boohoo tekur djarfa ákvörðun með fyrirsætur sínar – „Loksins, loksins, LOKSINS!“ –...

Boohoo tekur djarfa ákvörðun með fyrirsætur sínar – „Loksins, loksins, LOKSINS!“ – Myndir

Fatarisinn Boohoo tók djarfa ákvörðun þegar kom að fyrirsætum sínum í nýjustu auglýsingaherferðinni þeirra – þeir ákváðu að photoshoppa EKKI myndirnar:

Algengustu viðbrögð fólks við þessu virðast vera „loksins“ og sumir hafa meira að segja skrifað „Loksins, loksins, LOKSINS!“.

Til að sýna muninn á fyrirsætunni þá er ekki búið að photoshoppa myndina hér fyrir neðan…

…en það er búið að photoshoppa þessar tvær:

Hún er langt frá því að vera eina fyrirsætan sem Boohoo tók þessa ákvörðun með – enda virðist stefnan hjá fyrirtækinu vera að færa sig frá því að breyta útliti fyrirsæta sinna.

Boohoo er ekki fyrsta fyrirtækið til að gera þetta – fleiri fyrirtæki hafa áður tekið sömu ákvörðun varðandi fyrirsætur sínar:

CVS tilkynnti t.d. á síðasta ári að þau ætla að hætta að photoshoppa fyrirsæturnar sínar.

Fólk virðist vera virkilega ánægt með ákvörðunina hjá Boohoo og almennt þessa stefnu í fatabransanum að breyta ekki útliti fyrirsætanna – sem virðist verða vinsælli með hverjum degi.