Forsíða Bílar og græjur Björn Þorri býður HÁLFA MILLJÓN í fundarlaun – Veist þú eitthvað um...

Björn Þorri býður HÁLFA MILLJÓN í fundarlaun – Veist þú eitthvað um málið? – MYNDIR

Hann Björn Þorri Viktorsson býður hálfa milljón í fundarlaun fyrir upplýsingar sem leiða til þess að hann endurheimti það sem var stolið frá honum – veist þú eitthvað um málið?

Kæru vinir. Um hegina var stolið 6 stk. DNG 6000i handfæravindum úr bátnum okkar Borgari Sig Ak, þar sem hann lá í Njarðvíkurhöfn. Á sama tíma var einnig stolið 5 samskomar vindum úr Stakkavík GK sem lá fyrir aftan okkur. Allir kaplar voru klipptir upp við vindurnar. Þetta er mikið og tilfinnanlegt tjón.

Fyrir upplýsingar sem leiða til þess að vindurnar endurheimtist greiðast kr. 500.000,-

Endilega deilið og látið berast!

Miðja