Forsíða Lífið Björg sá risa PLASTRUSL fjúka en tók málin í sínar hendur –...

Björg sá risa PLASTRUSL fjúka en tók málin í sínar hendur – Og það var ekki með kvarti á Facebook!

Hópur plokkara hefur verið að gera sitt besta til að þrífa upp landið okkar. Það þýðir að fólk er orðið mjög meðvitað um ruslið í kringum sig – og jú – hvaðan það kemur. Oftar en ekki endar þetta sem kvart á Facebook – en ekki hjá Björg Fríðu Freyju – hún tók sig til og einfaldlega talaði við fyrirtækið – þaðan sem ruslið kom. Hún setti þessa færslu inn á Plokk á Íslandi.

Á svona vindasömum dögum er ekki beint þægilegt að plokka. Þetta eru dagarnir þar sem rusl aftur a móti fýkur út í buskan. Ég keyrði Sæbraut i dag hjá Laugarnesi og sá þrjár risa plastfrenjur æða yfir götuna og stefna beint a haf út. Ein af frenjunum kom undan stórri virgirðingu sem umlykur fyrirtæki sem liggur hliðin a Laugarnestanga. Þaðan hafa margar frenjurnar komið og frá fyrirtækjum þar i kring. Jæja, eg tók núna U beygju og heimsótti fyrirtækið og fékk að tala við yfirmann. Ég sagði honum að ég væri buin að tína i mörg ár rusl sem frá þeim kæmi og það væri komin þreyta i mig vegna þeirrar mengunar sem þeir væru að valda umhverfinu og spurði hvort þeir gætu ekki verið duglegri að þrifa plastruslið af lóðinni sinni áður en það færi lengra. Hann lofaði að gera sitt besta. Og nú er að sjá hvað gerist. Þetta er annað fyrirtækið sem eg heimsæki á þessum slóðum vegna þessa, hitt fyrir tveim vikum síðan. Held að það sé mun heillvænlegra að tala við fyrirtækin sjálf en að kvarta undan þeim hér enda stórefa ég að þeir séu hér aðilar.😄Reyndar myndi eg vilja ráða mig sem Soffiu frænku timabundið hjá sveitarfelögunum og hafa sektarúrræði til taks ef fyrirtækin taki ekki tiltali en það er önnur umræða. Aðal málið er að koma i veg fyrir þessa mengunararás á lífrikið og gera það á skilvirkan hátt og ræða við fólk mann á mann ef hægt er. Við ætlum að stoppa þessa mengun og við gerum.það best saman. Plokkkveðja.

Miðja