Forsíða Hugur og Heilsa Bjórdrykkja er GÓÐ fyrir minnið – samkvæmt vísindamönnum!

Bjórdrykkja er GÓÐ fyrir minnið – samkvæmt vísindamönnum!

Sama hvað þynnkan á ísköldum laugardagsmorgni í janúar segir þér, þá gæti bjórdrykkja í raun og veru verið góð fyrir heilann í þér. Það stendur allavegana í skýrslu frá Oregon háskólanum í Bandaríkjunum.

Viss efnasambönd í bjór eru talin geta bætt vistvæna starfsemi í heilanum.

Vísindamennirnir í Oregon háskólanum fundu að efnasambandið „Zanthohumol“ sem finnst í humlum hafi jákvæð áhrif á bæði minni og hugsun.

Rannsakendurnir gerðu tilraunir á músum þar sem þær fengu daglega skammta af ‘xanthohumol’ í 8 vikur. Markmiðið með rannsókninni var að sjá hvort efnið hefði áhrif á annað efni sem er náttúrulega í líkama bæði dýra og manna og er náskylt minnistapi.

Að því loknu þurftu mýsnar að þreyta allskyns þrautir og próf sem tengdustu almennri heilastarfssemi og minni. Kom í ljós að rannsóknirnar skiluðu jákvæðum niðurstöðum, en aðeins fyrir hluta tilraunadýranna.

Yngri mýsnar sýndu bætt minni en eldri mýsnar virtust ekki hafa orðið fyrir neinum áhrifum af xanthohumol.

Þessar niðurstöður eru spennandi fyrir yngri mýs – og jafnvel yngri menn sem gætu nú bætt minnið með bjórdrykkju. En þó er ekki mikið að marka þær alveg strax…

Humlar hafa enn sem komið er aðeins takmarkað magn ‘xanthohumol’ og jafnvel þó drykkjumenn telji sig vera tanka, þá þurfti meðalmaðurinn að drekka um 2000 lítra af bjór á dag til þess að fá sömu áhrif og mýsnar.