Forsíða Lífið Bigorexía hrjáir karlmenn – „Það er alveg sama hvað ég verð massaður...

Bigorexía hrjáir karlmenn – „Það er alveg sama hvað ég verð massaður mér finnst það ekki nóg“ – MYNDIR

Ross Batten er tvítugur Breti sem segist þjást af „bigorexíu“. Hann segir að hann hafi öll unglingsárin verið grannur og að vinir hans hafi gert grín að honum fyrir það.

Nú fer hann daglega í ræktina, borðar 100 egg á viku, 9 máltíðir á dag og viðurkennir að hann verði reiður ef hann gleymir máltíð.

Hann segir þó að það skipti ekki máli hvað hann bæti á sig miklum vöðvum honum líði alltaf eins og hann sé litli granni strákurinn – og eins háður og hann sé ræktinni sé sjálfsmynd hans samt skekkt.

Ross segist þjást af „bigorexíu“ sem hrjái sig mjög – en vill samt meina að ef hann bæti á sig tveimur kílóum af vöðvum í viðbót verði hann ánægður með sig.

Ross eyðir að minnsta kosti 150 þúsund krónum á mánuði í fæðubótarefni, einkaþjálfara og ræktarkort.

Rannsóknir benda til þess að karlar upplifi í auknum mæli sálfræðilega erfiðleika í kringum líkamsmynd sína vegna krafa samfélagsins um ákveðið útlit.