Forsíða Lífið Berrassaðir bændur í Austur-Húnavatnssýslu ætla að búa til nektardagatal! – MYNDIR

Berrassaðir bændur í Austur-Húnavatnssýslu ætla að búa til nektardagatal! – MYNDIR

Það sem byrjaði sem grín hjá berrössuðum bændum í Austur-Húnavatnssýslu er búið að vinda upp á sig og þeir félagar stefna nú á að gefa út nektardagatal. 

Morgunútvarpið heyrði í bændunum í morgun og deildi átta myndum sem komu þessu öllu af stað:


Við heyrðum af berrössuðum bændum í Austur-Húnavatnssýslu í morgun. Myndatakan byrjaði sem grín á næturvakt í fjárhúsi, en nú stefnir í dagatal. Það verður svo væntanlega selt til styrktar góðu málefni…. t.d. að fara á leik í enska boltanum! 😀 Þessir kappar hafa tekið þátt nú þegar og við heyrðum í Jóni Kristófer Sigmarssyni á Hæli í morgun. Heyra má viðtalið í spilaranum á ruv.is.